Birgir

3. júlí 2021

Breiðablik stofnar rafíþróttadeild

Nýverið var stofnuð ný deild innan Breiðabliks, rafíþróttadeild. Spennan er mikil og markmiðið er að ná til krakka sem hafa áhuga á rafíþróttum. Þekking á rafíþróttum þarf ekki að vera mikil til þess að skrá sig í deildina. Áhersla verður lögð á að kenna tölvuleiki. Eftirspurnin er búin að vera mikil og erum við spennt fyrir komandi tímum með þessa nýju deild. Breiðablik hefur fengið aðstöðu í húsnæði á Smáratorgi sem lofar góðu. Stofnfundur Félags- og tómstundadeild Breiðabliks var haldinn í Smáranum 22. júní síðastliðinn. Fyrsta stjórn var kosinn á dögunum. Björgvin Jónsson var kjörinn formaður stjórnarinnar.

Markmið deildarinnar eru eftirfarandi:

  • Vera hluti af félagslífi í Kópavogi þar sem skapaður er vettvangur fyrir börn og ungmenni að taka þátt í skipulögðu starfi tengdum rafíþróttum undir umsjón Breiðabliks.
  • Mæta miklum áhuga á rafíþróttum í samfélaginu.

Stjórn Rafíþróttadeildar Breiðabliks skipa:

Björgvin Jónsson – Formaður
Birgir Hrafn Birgirsson – Stjórnarmaður
Sonja Nikulásdóttir – Stjórnarmaður
Davíð Jóhannsson – Varaformaður
Örvar Kristjánsson – Stjórnarmaður
Guðrún Svava Baldursdóttir – Stjórnarmaður
Hlynur Halldórsson – Stjórnarmaður