3. júlí 2021
Breiðablik stofnar rafíþróttadeild
3. júlí 2021
Breiðablik stofnar rafíþróttadeild
Nýverið var stofnuð ný deild innan Breiðabliks, rafíþróttadeild. Spennan er mikil og markmiðið er að ná til krakka sem hafa áhuga á rafíþróttum. Þekking á rafíþróttum þarf ekki að vera mikil til þess að skrá sig í deildina. Áhersla verður lögð á að kenna tölvuleiki. Eftirspurnin er búin að vera mikil og erum við spennt fyrir komandi tímum með þessa nýju deild. Breiðablik hefur fengið aðstöðu í húsnæði á Smáratorgi sem lofar góðu. Stofnfundur Félags- og tómstundadeild Breiðabliks var haldinn í Smáranum 22. júní síðastliðinn. Fyrsta stjórn var kosinn á dögunum. Björgvin Jónsson var kjörinn formaður stjórnarinnar.
Markmið deildarinnar eru eftirfarandi:
- Vera hluti af félagslífi í Kópavogi þar sem skapaður er vettvangur fyrir börn og ungmenni að taka þátt í skipulögðu starfi tengdum rafíþróttum undir umsjón Breiðabliks.
- Mæta miklum áhuga á rafíþróttum í samfélaginu.
Stjórn Rafíþróttadeildar Breiðabliks skipa:
Björgvin Jónsson – Formaður
Birgir Hrafn Birgirsson – Stjórnarmaður
Sonja Nikulásdóttir – Stjórnarmaður
Davíð Jóhannsson – Varaformaður
Örvar Kristjánsson – Stjórnarmaður
Guðrún Svava Baldursdóttir – Stjórnarmaður
Hlynur Halldórsson – Stjórnarmaður