Davíð

3. janúar 2022

Sérhæfðari þjálfun á nýrri önn

Opnað hef­ur verið fyr­ir skrán­ingu í vorönn­ina fyr­ir ald­urs­hóp­ana átta til sex­tán ára og eru æfingar í full­um gangi. Æfingabolir fylgja með æfingagjöldum

Breyt­ing­ar á næstu önn

„Síðasta önn heppnaðist gríðarlega vel og við feng­um frá­bær­ar mót­tök­ur,“ seg­ir Þórir Viðars­son, yfirþjálf­ari. „Á þess­arri önn ætl­um við að taka við enn fleiri iðkend­um, æf­ing­ar verða með aðeins öðru­vísi sniði þar sem iðkend­ur fá nú sér­hæfðari þjálf­un í þeim leikj­um sem þeir vilja spila.“. Þórir Viðars­son, yfirþjálf­ari, mun fara með alla þjálf­un á vorönn ásamt Ju­li­osi Freys­syni en þeir hafa báðir mikla reynslu á spil­un og kennslu.

Reynslu­bolt­ar fara með þjálf­un

Þórir er lærður þjálf­ari frá ÍSÍ og RÍSÍ auk þess að hafa setið í rafíþrótta­sen­unni í rúm tutt­ugu ár en Ju­li­os er með meist­ara­rétt­indi í fram­leiðslu auk þess að hafa mikla reynslu í starfi með börn­um inn­an veggja grunn­skóla en hann hef­ur einnig setið í rafíþrótta­sen­unni í rúm ell­efu ár. „Okk­ur lang­ar líka til þess að fá stund­um til okk­ar ein­hverja gestaþjálf­ara, þá fólk sem er rosa­lega gott í sinni grein til þess að koma og kenna okk­ur eitt­hvað nýtt sem að við kunn­um ekki,“ seg­ir Ju­li­os. „Auðvitað er ég bara mjög spennt­ur fyr­ir þessu og þetta leggst vel í okk­ur Þóri.“