2. október 2021
Rafíþróttaæfingar hafnar
2. október 2021
Rafíþróttaæfingar hafnar
Æfingar hófust formlega á mánudeginum 20. september hjá Rafíþróttadeild Breiðabliks. Iðkendur voru kampakátir og gekk vonum framar á fyrstu æfingunni. Það er okkar trú að markviss æfing á tölvuleikjum í réttu umhverfi getur haft jákvæð áhrif á iðkendur. Þórir Viðarsson yfirþjálfari fór vel yfir hlutina með krökkunum og leyndi áhuginn sér ekki.
Fyrir áhugasama iðkendur þá eru kennslustundir 90 mínútna langar og iðkendur eru um 20 talsins í hverjum hóp. Æfingar byrja á 20 mínútna fræðslu og upphitun sem felst í að liðka, teygja, tryggja góða líkamstöðu og koma í veg fyrir álagsmeiðsl. Síðan er spilað í 50 til 60 mínútur sem er gott viðmið þegar kemur að skjátíma. Rafíþróttadeild Breiðablik áskilur sér rétt til að breyta æfingatímum eða fella niður námskeið náist ekki lágmarks iðkendafjöldi.
Hér fylgja með nokkrar myndir frá deginum.