Um Rafíþróttadeild Breiðablik

UM RAFÍÞRÓTTADEILD BREIÐABLIKS

Rafíþróttadeild Breiðabliks var stofnuð 22. júní árið 2021 í Smáranum Kópavogi.

Rafíþróttadeild Breiðabliks vill gefa börnum og unglingum í Kópavogi kost á markvissum æfingum og heilbrigðum spilaháttum þegar kemur að tölvuleikjum. Við viljum einnig styðja við virka samkeppni innanlands sem og að hjálpa iðkenndum að ná hámarksárangri. Þessu viljum við áorka með því að skapa félagslegt og stuðningsríkt umhverfi fyrir iðkendur við fyrsta flokks aðstæður.

Það er okkar trú að markviss æfing á tölvuleikjum í réttu umhverfi getur haft jákvæð áhrif á iðkendur.


Fyrsta flokks æfingaraðstaða og þjálfun hjá Arena

Arena vill efla keppni í tölvuleikjum á Íslandi og stuðla að bætingu spilara með markvissum æfingum og heilbrigðum spilaháttum. Við viljum einnig styðja við virka samkeppni innanlands sem og hjálpa íslenskum spilurum að komast í fremstu raðir. Þessu viljum við áorka með því að skapa félagslegt og stuðningsríkt umhverfi fyrir spilara landsins sem vilja koma saman og bæta sig.
Það er okkar trú að markviss æfing á tölvuleikjum í réttu umhverfi getur haft jákvæð áhrif á spilara.

Kennslustundirnar verða 90 mínútna langar, nemendur eru um 20 talsins í hverjum hóp. Byrjað er á 20 mínútna hreyfing, fræðsla og upphitun til þess að liðka, teygja, tryggja góða líkamstöðu og koma í veg fyrir álagsmeiðsl. Spilað er í 50 til 55 mínútur sem er gott viðmið þegar kemur að skjátíma barna.

Yfirþjálfari Arena

Þórir Viðarsson er yfir rafíþróttum Arena. Þórir er með yfir 20 ára reynslu í að keppa og halda viðburði í rafíþróttum hér á Íslandi. Einnig stofnaði Þórir Rafíþróttadeild KR og var þar yfirþjálfari og formaður. Þórir hefur klárað ÍSÍ - Þjálfaranám stig 1 og 2 og einnig þjálfaranám sem RÍSÍ (Rafíþróttasamtök Íslands) bjóða uppá. Hægt er að hafa samband við Þórir í tölvupóst - thorir@arenagaming.is